Árneshreppur fær styrk til ljósleðaratengingu.
Þann 12 mars kom fram á vef Stjórnarráðs Íslands að 13 sveitarfélög geti fengið styrk til að ljósvæða í sveitarfélögunum, þar á meðal er Sveitarfélagið Árneshreppur sem getur fengið styrk úr Fjarskiptasjóði að upphæð kr. 46,5 milljónir til þess að byrja ljósleiðaravæðingu sveitarinnar. Og að sögn Evu Sigurbjörnsdóttir oddvita Árneshrepp hefur sveitarfélagið fengið bréf frá Orkubúi Vestfjarða þess efnis að þeir yrðu með í þessu átaki þannig að þrífösun verður framkvæmd í leiðinni. Þetta kemur til með að breyta miklu fyrir atvinnulífið í sveitinni til framtíðar. Auk þess hefur þetta mikil áhrif hjá þeim einstaklingum sem þegar stunda störf án staðsetningar hérna í sveitinni og þeir eru þó nokkrir ‚segir Eva oddviti ;.
Orkubú Vestfjarða var búið er að leggja jarðstreng og ljósleiðara á norðurhluta leiðarinnar á Trékyllisheiði og til Djúpavíkur 2014, og hluta Trékyllisvíkur og úti Ávíkur og til Gjögurs.