Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2021
Prenta
Strandafrakt sækir ullina til bænda.
Kristján Guðmundsson hjá Strandafrakt kom í dag að sækja ullina til bænda í Árneshreppi. Þetta er ullin eftir haustrúninginn. Þetta er nú orðið lítið aðeins bændur á fjórum bæjum.
Einnig kom Kristján með fóðurbæti á þessa fjóra bæi. Ullin fer í ullarþvottastöð Ístex á Blönduósi.