Veðrið í Janúar 2023.
Yfirlit yfir veðrið frá veðurstöðinni í Litlu-Ávík.
1 til 3 var suðvestanátt með golu og uppí stinningskalda, úrkomulítið. Þann 4 var hægviðri og úrkomulaust, frost. 5 og 6 voru austlægar vindáttir, andvari uppí kalda. Frá 7 til 18 voru norðaustlægar vindáttir eða norðan með vindi frá golu og uppí hvassviðri og nokkurri úrkomu. Þann 19 var austlæg vindátt með andvara og uppí stinningsgolu. Þann 20 gerði suðaustan og hlýnaði í veðri og gerði talsverðan blota snjó tók talsvert upp og víða fór í svell á láglendi. Frá 21 til 28 var mest suðvestan með golu og uppí allhvassan vind. Snjókoma slydda eða él. En dálítill bloti 26, 27 og 28. Snjó tók upp og svell mínkuðu talsvert. 30 og 31 voru austlægar vindáttir, gola upp í allhvassan vind,með snjókomu og frosti.
Mæligögn:
Úrkoman mældist 73,6 mm.(í janúar 2022: 67,5 mm.)
Úrkomu sem varð vart en mældist ekki var í 2 daga.
Þurrir dagar voru 6.
Mestur hiti mældist þann 21: +8,8 stig.
Minnstur hiti mældist þann 1: -10,7 stig.
Meðalhiti mánaðarins var -0,7 stig. (í janúar 2022:-0,2 stig.)
Meðalhiti við jörð var -3,61 stig. (í janúar 2022:-4,39 stig.)
Sjóveður: Lítið var um gott sjóveður fyrir dagróðrabáta í mánuðinum, en má segja að þessir dagar hafi verið sæmilegir, 4, 5, 6, 14,25. Sjólítið eða dálítill sjór. Annars mjög slæmt vegna vinds eða ölduhæðar, dálítill sjór, talsverður sjór, allmikill sjór, mikill sjór.
Alhvít jörð var í 28 daga.
Flekkótt jörð var í 3 daga.
Auð jörð var því í 0 dag.
Mesta snjódýpt mældist þann 1: 35 CM.
Yfirlit dagar eða vikur:
1-3: Suðvestan, S, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, snjóél, úrkomu vart 2 og 3. Hiti frá +3 niður í -11 stig.
4: Suðaustan eða sunnan logn eða andvari. Úrkomulaust. Frost -3 til -6 stig.
5-6: Austan, ANA,NA, andvari, kul, gola, kaldi, úrkomulaust, þ.6, annars snjóél, hiti frá +1,5 niður í -6 stig.
7-18. Norðaustan, N, ANA, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi,allhvasst, hvassviðri, úrkomulaust Þ.15 og 19, slydda, snjókoma, snjóél, skafrenningur, hiti frá +3 niður í -6 stig.
19: Austan ASA, andvari, kul, stinningsgola, úrkomulaust, frost -2 til 8 stig.
20: Suðaustan, SSV, gola, kaldi, stinningskaldi, snjókoma, slydda, rigning, hiti frá -4 upp í +9 stig.
21-29: Suðvestan, S, SA, kul, gola, stinningsgola, kaldi, stinningskaldi, allhvass, úrkomulaust þ.21 og 23. Snjókoma, snjóél, slydda, rigning. Hiti frá +9niður í -6 stig.
30 -31: Austnorðaustan, NA, gola, kaldi, allhvasst, snjókoma, frost -1 til -5 stig.