Fleiri fréttir

| fimmtudagurinn 3. júní 2010 Prenta

25 ára afmælis Hótel Djúpavíkur fagnað með myndlistarsýningu

Nína og Ómar sýna í Djúpavík.
Nína og Ómar sýna í Djúpavík.
Föstudaginn 4. júní opna Nina Ivanova og Ómar Smári Kristinsson myndlistarsýningu í Hótel Djúpavík. Yfirskrift sýningarinnar er 25, sem er tilvísun í afmæli hótelsins. Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson opnuðu hótelið árið 1985.

Ómar Smári og Nína eru búsett á Ísafirði, en hafa sýnt víða um land við mjög góðar undirtektir. Á sýningunni, sem verður í matsal hótelsins, eru bæði málverk og teikningar.

Gestir í Árneshreppi eru hvattir til að líta við. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar á morgun, föstudag, klukkan 14.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Byrjað að setja þakjárn á,21-11-08.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Barðakot í Norðurfirði-24-07-2004.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 15-09-2007.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
Vefumsjón