| fimmtudagurinn 3. júní 2010
Prenta
25 ára afmælis Hótel Djúpavíkur fagnað með myndlistarsýningu
Föstudaginn 4. júní opna Nina Ivanova og Ómar Smári Kristinsson myndlistarsýningu í Hótel Djúpavík. Yfirskrift sýningarinnar er 25, sem er tilvísun í afmæli hótelsins. Eva Sigurbjörnsdóttir og Ásbjörn Þorgilsson opnuðu hótelið árið 1985.
Ómar Smári og Nína eru búsett á Ísafirði, en hafa sýnt víða um land við mjög góðar undirtektir. Á sýningunni, sem verður í matsal hótelsins, eru bæði málverk og teikningar.
Gestir í Árneshreppi eru hvattir til að líta við. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar á morgun, föstudag, klukkan 14.
Ómar Smári og Nína eru búsett á Ísafirði, en hafa sýnt víða um land við mjög góðar undirtektir. Á sýningunni, sem verður í matsal hótelsins, eru bæði málverk og teikningar.
Gestir í Árneshreppi eru hvattir til að líta við. Allir eru velkomnir á opnun sýningarinnar á morgun, föstudag, klukkan 14.