Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. mars 2010
Prenta
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða.
Aðalfundur Ferðamálasamtka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Núpi í Dýrafirði laugardaginn 17. apríl n.k. kl. 9:00. Það stefnir í mikla dagskrá í tengslum við aðalfundinn. Á föstudagskvöldinu verður stefnumótunarskýrslan kynnt en verið er að leggja lokahönd á hana um þessar mundir. Vel yfir 100 manns komu að vinnu við hana á fundum víðsvegar um Vestfirði.
Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgni hefst síðan heilmikil ráðstefna undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Þar halda erindi helstu sérfræðingar landsins um þennan málaflokk og ræða hann út frá öllum sviðum. Umhverfisráðherra hefur boðað komu sína á fundinn. Vonast er til þess að þessi ráðstefna verði til þess að í framhaldinu muni Vestfirðingar ræða í fullri alvöru kosti þess að taka upp umhverfisvottun fyrir svæðið. Bundnar eru vonir til þess að Fjórðungssamband Vestfjarða taki við boltanum og stýri framhaldsvinnunni í góðri samvinnu við önnur sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og íbúa í fjórðungnum. Dagskrá aðalfundarins og ráðstefnunnar verður kynnt ítarlega innan tíðar.
Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgni hefst síðan heilmikil ráðstefna undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Þar halda erindi helstu sérfræðingar landsins um þennan málaflokk og ræða hann út frá öllum sviðum. Umhverfisráðherra hefur boðað komu sína á fundinn. Vonast er til þess að þessi ráðstefna verði til þess að í framhaldinu muni Vestfirðingar ræða í fullri alvöru kosti þess að taka upp umhverfisvottun fyrir svæðið. Bundnar eru vonir til þess að Fjórðungssamband Vestfjarða taki við boltanum og stýri framhaldsvinnunni í góðri samvinnu við önnur sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og íbúa í fjórðungnum. Dagskrá aðalfundarins og ráðstefnunnar verður kynnt ítarlega innan tíðar.