Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 10. mars 2010 Prenta

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða.

Hótel Núpur.Mynd Hótel Núpur.is
Hótel Núpur.Mynd Hótel Núpur.is
Aðalfundur Ferðamálasamtka Vestfjarða verður haldinn á Hótel Núpi í Dýrafirði laugardaginn 17. apríl n.k. kl. 9:00. Það stefnir í mikla dagskrá í tengslum við aðalfundinn. Á föstudagskvöldinu verður stefnumótunarskýrslan kynnt en verið er að leggja lokahönd á hana um þessar mundir. Vel yfir 100 manns komu að vinnu við hana á fundum víðsvegar um Vestfirði.
Eftir aðalfundinn á laugardagsmorgni hefst síðan heilmikil ráðstefna undir yfirskriftinni Umhverfisvottaðir Vestfirðir. Þar halda erindi helstu sérfræðingar landsins um þennan málaflokk og ræða hann út frá öllum sviðum. Umhverfisráðherra hefur boðað komu sína á fundinn. Vonast er til þess að þessi ráðstefna verði til þess að í framhaldinu muni Vestfirðingar ræða í fullri alvöru kosti þess að taka upp umhverfisvottun fyrir svæðið. Bundnar eru vonir til þess að Fjórðungssamband Vestfjarða taki við boltanum og stýri framhaldsvinnunni í góðri samvinnu við önnur sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og íbúa í fjórðungnum.   Dagskrá aðalfundarins og ráðstefnunnar verður kynnt ítarlega innan tíðar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Maí »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Úr sal.
  • Klæðning komin á NV hlið.12-011-08.
  • Fyrsti flotinn verður skilin eftir út á rúmsjó meðan að verða sóttar fleyri ferðir í fjöruna.
  • Við Litlu-Ávík 15-03-2005.
  • Sundlaugin Krossnesi og hafís 15-03-2005.
  • Frá brunanum.
Vefumsjón