Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 15. apríl 2009 Prenta

Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða um næstu helgi!

Drangsnes.Mynd Mats.
Drangsnes.Mynd Mats.
Aðalfundur Ferðamálasamtaka Vestfjarða verður haldinn á Drangsnesi næstu helgi, dagana 17.-19. apríl.

Í tengslum við aðalfundinn verður haldið málþing þar sem fjallað verður um börn og ferðalög. Einnig verður kynning á helstu nýjungum í ferðaþjónustu á Ströndum og farið verður í skemmti- og skoðunarferð um nágrenni Drangsness.

Ferðamálasamtök Vestfjarða eru samtök hagsmunaaðila í ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Félagar í samtökunum geta verið sveitarfélög á Vestfjörðum, einstaklingar, fyrirtæki eða félög sem skilgreina sig í ferðaþjónustu. Eitt atkvæði í samtökunum tilheyrir hverjum ! félaga á aðalfundi. Fullgildur félagi telst sá er sótt hefur um aðild til stjórnar og hún samþykkt og fært á félagaskrá. Þá þarf árgjald yfirstandandi árs að vera greitt.

Aðalfundurinn og málþingið er öllum opið og það eru allir sem hafa áhuga á uppbyggingu ferðaþjónustu á Vestfjörðum hvattir til að mæta og taka þátt í dagskránni um þessa skemmtilegu helgi sem er framundan hjá Ferðamálasamtökunum. Allar nánari upplýsingar fást hjá Sigurði Atlasyni í síma 897 6525 eða netfangi arnkatla2008@strandir.is. Endanleg dagskrá fundarins og viðburðum honum tengdum er hægt að sjá hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Bátar í Litlu-Ávík.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
  • Sigursteinn Sveinbjörnsson í Litlu-Ávík.
  • Hilmar Hjartarson tók á móti gestum með harmonikkuleik.
Vefumsjón