Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. maí 2014 Prenta

Aðalfundur Orkubús Vestfjarða ohf. var haldinn á Ísafirði 9. maí 2014.

Orkubú Vestfjarða Hólmavík.
Orkubú Vestfjarða Hólmavík.

Árið 2013 varð hagnaður af venjubundnum rekstri Orkubús Vestfjarða níunda árið í röð. Framleiðsla vatnsaflsvirkjana Orkubúsins var með minna móti sökum tíðarfarsins eða rúmar 84 GWh. Í aftakastormi síðustu daga janúar brotnuðu flutningslínur og urðu verulegar truflanir í flutnings og dreifikerfi raforku. Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2013 varð hagnaður af venjubundnum rekstri fyrir skatta, sem nam um 278,5 Mkr., en þegar tekið er tillit til tekjuskatts og er hagnaður ársins um 222,9 Mkr..  Afskriftir námu alls 240 Mkr.. Eignir Orkubús Vestfjarða ohf. í árslok 2013 voru alls 6.505 Mkr. og heildarskuldir alls 983 Mkr. Eigið fé nam því alls 5.522 Mkr. sem er um 84,9 % af heildarfjármagni.
Á árinu 2013 var 681 Mkr. varið til fjárfestinga, þar af voru  tengigjöld og vinna greidd af öðrum 27,5 Mkr.. Fjárfestingar ársins voru að mestu  kostaðar af eigin fé fyrirtækisins eða greiddar af þeim sem þeirra óskuðu.

Í lok febrúar 2014 tilkynnti Landsvirkjun að skerða þyrfti raforku  inn á hitaveitukatla Orkubús Vestfjarða í mars og apríl sökum lágrar vatnsstöðu í lónum. Orkubú Vestfjarða þurfti því að nota olíu til að kynda hitaveituna þennan tíma og varð viðbótarkostnaður fyrirtækisins um 200 millj. kr..  Með vísan til framanskráðs lagði  stjórn Orkubús Vestfjarða til á aðalfundi að ekki yrði greiddur arður heldur yrði hagnaður ársins 2013 lagður við höfuðstól og nýttur til að mæta framangreindum viðbótarkostnaði. Í stjórn Orkubús Vestfjarða ohf. voru kjörin: Viðar Helgason,Reykjavík,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Tálknafirði

Daníel Jakobsson, Ísafirði,Viktoría Rán Ólafsdóttir, Hólmavík og Árni Brynjólfsson, Önundarfirði.

Nýkjörin stjórn kom síðan saman til fundar og skipti með sér verkum.

Viðar Helgason var kjörinn formaður stjórnar, Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir var kjörin varaformaður stjórnar og Viktoría Rán Ólafsdóttir var kjörin ritari stjórnar. Ársskýrslu 2013 má skoða hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Norðurfjörður I -2002.
  • Stór borgarísjaki ca 8 km A af Gjögurflugvelli 19-09-2004.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Árneskirkja hin eldri:21-06-2010.
Vefumsjón