Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. maí 2014 Prenta

Aðeins einn bátur á grásleppuveiðum.

Mynd:Gunnsteinn Gíslason verkar grásleppuhrogn.
Mynd:Gunnsteinn Gíslason verkar grásleppuhrogn.
1 af 2

Einn bátur er á grásleppuveiðum frá Norðurfirði þetta vorið. Það er aldursforseti hreppsins Gunnsteinn Gíslason sem er núna komin yfir áttræðisaldurinn. Gunnsteinn sem er enn hafnarvörður og tekur á móti afla og vigtar af bátum sem landa á Norðurfirði,segir að enginn aðkomubátar hafi skráð sig í vor til að gera út á grásleppu eins og undanfarin ár. Gunnsteini fannst þetta dálitið lélegt og lagði nokkur net. Gunnsteinn hefur alltaf verkað grásleppuhrogn á Norðurfirði af bátum sem hafa róið frá Norðurfirði,en nú aðeins frá sjálfum sér og finnst þetta ósköp lélegt og lítið um að vera. Enn nú eru strandveiðarnar byrjaðar og eru nokkrir bátar byrjaðir að róa frá Norðurfirði og er þá allt að lifna við.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Sælusker(Selsker)-06-07-2004.
  • Krossnessundlaug-31-08-2002.
  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
Vefumsjón