Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 18. nóvember 2010 Prenta

Aðstaða til innanlandsflugs verði bætt vestan við Reykjavíkurflugvöll.

Ögmundur Jónasson Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Myndin er af vef Alþingis.
Ögmundur Jónasson Samgöngu og sveitarstjórnarráðherra.Myndin er af vef Alþingis.

Borgarstjóri og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ræddu málefni samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll á fundi þann tíunda nóvember síðastliðinn. Ákveðið var að bæta aðstöðu til innanlandsflugs vestan við flugvöllinn og hverfa frá hugmyndum um byggingu samgöngumiðstöðvar.

Ögmundur Jónasson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Jón Gnarr borgarstjóri ræddust við ásamt aðstoðarmönnum sínum og helstu samstarfsmönnum. Fóru þeir vítt og breitt yfir skipulagsmál flugvallarins og hvaða kostir væru mögulegir til að bæta aðstöðu vegna innanlandsflugsins. Brýnt þykir að bæta aðstöðuna bæði farþega og þeirra fyrirtækja og starfsmanna sem sinna eða sinna vilja innanlandsflugi um Reykjavíkurflugvöll.

Varð niðurstaða ráðherra og borgarstjóra sú að kanna þessa leið nánar á svæðinu vestan við flugvöllinn á þeirri lóð sem afgreiðsla Flugfélags Íslands stendur nú. Þykir hún fýsilegri miðað við efnahagsaðstæður frekar en að reisa samgöngumiðstöð austan við flugvöllinn sem yrði einnig afgreiðsla fyrir rútur, strætisvagna og leigubíla. Ljóst er að auk byggingarinnar sjálfrar myndi fylgja henni umtalsverður kostnaður til dæmis við að malbika ný flughlöð og ný bílastæði við miðstöðina.
Nánar á vef Samgöngu og sveitarstjórnarráðuneytis.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Hafís. 13-06-2018
Vefumsjón