Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 5. desember 2013 Prenta

Aðventuhátíð.

Kór Átthagafélags Strandamanna.
Kór Átthagafélags Strandamanna.

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur aðventuhátíð með líku sniði og undanfarin ár. Hátíðin verður að þessu sinni í Bústaðakirkju sunnudaginn 8. desember klukkan:16:30. Á hátíðinni mun Ágota Joó stjórna kórnum,en hún tók við kórstjórninni haustið 2012. Vilberg Viggósson leikur á píanó og Haraldur Hreinsson flytur hugvekju. Einsöngvari með kórnum að þessu sinni verður Gunnar Guðbjörnsson. Einnig mun sérstakur barnakór sem stofnaður var í tilefni aðventuhátíðarinnar syngja nokkur jólalög og setur barnakórinn alltaf skemmtilegan blæ á hátíðina. Í lok hátíðarinnar er gestum boðið á kaffihlaðborð sem kórfélagar sjá um.

Miðaverðið er 3.000 krónur fyrir fullorðna,frítt er fyrir börn hátíðargesta,14 ára og yngri. Kaffihlaðborð er innifalið.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Ís í Ávíkinni Stóra-Ávík og Árnesfjall í baksýn.
  • Árnesstapar, séð til NV. Krossnes í baksýn. 20-01-2017.
  • Lokað þak inni.12-11-08.
Vefumsjón