Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 7. janúar 2009 Prenta

Afnotagjald RÚV lagt niður.

Útvarpshúsið Efstaleiti 1.Mynd RÚV.
Útvarpshúsið Efstaleiti 1.Mynd RÚV.
Afnotagjald Ríkisútvarpsins hefur nú verið lagt niður, samkvæmt lögum um Ríkisútvarpið ohf., nr. 6/2007, með síðari breytingum. Þess í stað mun Ríkisútvarpið hafa tekjur af útvarpsgjaldi. Sveitarfélög og opinberar stofnanir sem undanþegnir eru tekjuskatti skv. 4. gr. laga um tekjuskatt eru undanþegin útvarpsgjaldi en til ársloka 2008 var afnotagjald lagt á alla eigendur viðtækja.

Afnotagjaldið var 2.995 krónur á mánuði fyrir hvert heimili, eða 35.940 krónur á ári. Nýtt útvarpsgjald verður hins vegar 17.200 krónur á ári hjá hverjum þeim sem greiðir í Framkvæmdasjóð aldraðra, það er hjá þeim sem eru eldri en 16 ára og yngri en 70 ára og eru yfir skattleysismörkum. Þá munu allir skattskyldir lögaðilar greiða gjaldið.
Þetta kemur fram á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga www.samband.is/

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Jóhanna Þ Þorsteinsdóttir.Skólastjóri frá 2004 til 2007.
  • Byrjað að draga spýtur upp úr fjörunni.
  • Kaupfélagshúsið-Íbúðir- Reykjaneshyrna í baksýn. Mynd 20-02-2017.
  • Konur í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Búið að klæða á milli bílskúrs og aðaldyra,03-12-2008.
  • Þá fer fyrsta hollið á stað,báturinn Agnes togar viðinn út.
Vefumsjón