Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 7. desember 2010 Prenta

Almenningur getur spáð í veðrið.

Séð til Norðurfjarðar og Drangajökull í baksýn.
Séð til Norðurfjarðar og Drangajökull í baksýn.
Í tilefni af 90 ára afmæli Veðurstofu Íslands hefur verið hannaður leikur þar sem almenningi gefst kostur á að spá veðrinu tvo daga fram í tímann. Reglurnar eru einfaldar. Þátttakendur skrá sig til leiks og byrja að spá á mánudegi. Spáð er hvernig veðrið verður kl. 12 á hádegi á miðvikudegi og senda þarf spána inn fyrir kl. 18 á mánudaginn. Á þriðjudegi er spáð fyrir fimmtudegi o.s.frv. Ekki er spáð á laugardegi og sunnudegi þar sem ekki er ætlast til að þátttakendur sitji vaktina eins og veðurfræðingar Veðurstofunnar. Spárnar eru svo bornar saman við veðurathuganir. Síðdegis á miðvikudag eru birtar fyrstu niðurstöður og á sunnudegi eru úrslit leiksins ljós.Spáð er fyrir sex staði,tvo staði á dag,og er Reykjvík alltaf annar staðurinn en hinir staðirnir eru:Stykkishólmur,Bolungarvík,Akureyri Eigilsstaðir og Kirkjubæjarklaustur.
Nánar  á vef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Hafís í Trékyllisvík og séð til Norðurfjarðar.
Vefumsjón