Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 6. júlí 2015 Prenta

Árneshreppur búin að opna vefsíðu.

Skrifstofa Árneshrepps er í einu herbergi í Kaupfélagshúsunum,en hreppurinn á þær eignir.
Skrifstofa Árneshrepps er í einu herbergi í Kaupfélagshúsunum,en hreppurinn á þær eignir.

Sveitarfélagið Árneshreppur er nú búið að opna vefsíðu www.arneshreppur.is  og nýtt netfang er arneshreppur@arneshreppur.is 

Á forsíðu segir tildæmis:

Auk hefðbundins land- búnaðar má nefna rekasæld, fuglatekju, selveiði og fiskveiðar, þar á meðal hákarlaveiði. Og á fyrri hluta þessarar aldar voru reistar tvær síldarverksmiðjur í hreppnum, í Ingólfsfirði og Djúpavík, sem ennþá standa miklar leifar af. Enn lifir og starfar í sveitinni fólk, sem man og tók þátt í vinnubrgöðum sem lítt höfðu breyst um aldir. Í Árneshreppi hefur því þróast í aldanna rás merkilegt samfélag og íbúar þar voru á fimmta hundrað árið 1940. Nú eru þeir aðeins um áttatíu og vegna grisjunar byggðar á þess- um slóðum er nú orðin nærri 100 km fjarlægð til næsta byggðarlags og leiðin þangað á landi getur lokast marga mánuði á veturna vegna snjóa.

 

Á heimasíðunni er hægt að finna allar upplýsingar um þjónustu í Árneshreppi, um samgöngur , sveitarfélagið sjálft og þjónustu þess og að auki ýmsan fróðleik  og skemmtun.

Ætlunin er að byggja hér upp sagnaskjóðu og myndasafn tengt Árneshreppi,  með tíð og tíma, einskonar samfélag þar sem fólk getur skipst á skoðunum, sent inn bréf og pistla, sögur og bætt við það gagnasafn sem mun vonandi þrífast hér til framtíðar, íbúum, brottfluttum og öllum þeim sem hafa ástríðu á framtíð  Árneshrepps til gagns og gamans.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason og Reimar Vilmundarson skálar fyrir afmælisbarninu og gestum.
  • Skip á Norðurfirði.
  • Séð yfir Norðurfjörð.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
Vefumsjón