Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 14. október 2009
Prenta
Arnkötludalsvegur opnaður formlega.
Samgönguráðherra opnaði formlega Djúpveg um Arnkötludal í dag. Að sögn Vegagerðarinnar styttir vegarkaflinn leiðina á milli Reykjavíkur - Hólmavíkur og Ísafjarðar um 42 km.Það blés hressilega við athöfnina í dag en starfsmenn Vegagerðinnar, heimamenn og aðrir gestir, sem voru fjölmennir, létu það ekki á sig fá.
Eftir opnun vegarins var kaffisamsæti í félagsheimilinu á Hólmavík.