Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 24. ágúst 2010 Prenta

Bændur skipta um járn á peningshúsum.

Skipt var um þakjárn á fjárhúsunum á Kjörvogi í vor.
Skipt var um þakjárn á fjárhúsunum á Kjörvogi í vor.
1 af 7
Í fyrra var talsvert um að bændur skiptu um járn á fjárhúsum og hlöðum enda járnið orðið mjög ryðgað,en húsin voru flest byggð á árunum 1975 til 1978,þegar átak var gert til uppbyggingu peningshúsa bænda í Árneshreppi.

Í vor eftir sauðburð var skipt um járn á fjárhúsunum á Kjörvogi,áður var búið að endurnýja járn á flatgryfju þar.

Í Litlu-Ávík var skipt um járn á hlöðu og tóftum eftir heyskap í sumar,en þar var skipt um járn á fjárhúsum í fyrra.

Í Bæ í Trékyllisvík var skipt um þakjárn á flatgryfjunni í fyrra að hluta og klárað nú í ágúst.

Nú á Krossnesi er búið að skipta um þakjárnið öðru megin á fjárhúsum nú í ágúst og verður skipt um hinn hlutann nú í haust þegar veður leyfir.
Fjárhúsin þar eru eldri enn annarsstaðar,voru byggð árið 1968.
Á Krossnesi var einnig skipt um þakjárn á íbúðarhúsinu þar 2008.

Þetta er mikill kostnaður hjá bændum,járn og allt sem þarf til er mjög dýrt um þessar mundir,og flutningskostnaður mikill á stórum og rúmfrekum flutningi.

Það er eins og einn bóndi sagði við fréttamann,annaðhvort er að hætta eða halda peningshúsum í sæmilegu horfi.

Frétt frá í fyrra um þar sem bændur skiptu um járn í fyrra má sjá hér á vefnum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Baðkar komið á sinn stað.01-05-2009.
  • Jón Guðbjörn ætlar að fara að mæla sjávarhita. Mynd Kristín Bogadóttir.30-10-2015.
  • Afmælisbarnið síunga ásamt gestum.
Vefumsjón