Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 9. janúar 2015 Prenta

Bilunin í Gjögurvita var vegna eldinga.

Gjögurviti.Mynd Siglingastofnun.
Gjögurviti.Mynd Siglingastofnun.
1 af 2

Gjögurviti hefur verið alveg úti frá 15,desember,en frá 11. til 15. desember hefur hann verið á varakerfinu,þar til vararafmagnið var búið á rafgeymum. Rafmagn fór af þann 10. um morguninn en rafmagn komst á allt nema vitann þann 12.desember,og það var tilkynnt til Siglingastofnunar. Svo þann 18. desember fór vitavörður niðri vita og athuga hvað væri að þá sást  að stofnöryggi væri farið og jafnvel annað bilað. Það var svo ekki fyrr enn daginn fyrir gamlársdag þann 30. desember að menn frá Orkubúi Vestfjarða á Hólmavík komust norður og komu þá rafmagni inn á töflu vitans,eftir að skipt var um stofnöryggi í töflu,en það var ekki nóg því engin stjórntæki vitas virkuðu. Það skal tekið fram að vitlaust veður var mest allan þennan tíma og erfitt var að komast í vitann vegna veðurs. Svo nú loks í dag að mönnum frá Siglingastofnun (afsakið nú er það víst Vegagerðin) jæja Vegagerðinni að komast með leiguflugi til Gjögurs í morgun og gera við stjórnbúnaðinn sem var allur úti. Sem dæmi má nefna var rafmagnskapall í tengla brunnin í sundur,sem var fyrir hleðslutæki rafgeyma fyrir varakerfið,24 voltin. Rafvirkjar stofnunarinnar hafa aldrei séð annað eins,eins og tildæmis stofnöryggið sem var bráðnað og hulstrið utan um það,og fleira og fleira sem fréttamaður kann ekki að nefna. Rafvirkjar Siglingastofnuar eins og ég vil kalla þessa stofnun,eru sammála því að eldingu hafi lostið í vitann,jafnvel tveim ef ekki fleirum. Sannað er að eldingaveður var þarna í tvo daga að minnsta og sáust eldingar af flugvellinum á Gjögurflugvelli af starfsmanni og farþegum og flugmönnum flugvélar Ernis (Mýflugs) allavega þann 18.desember. Einnig sagðist Gunnar Dalkvist snjómokstursmaður flugvallarins hafa séð eldingu fyrr eða seinna,mundi ekki daginn.!

Jón Guðbjörn Guðjónsson hefur aldrei vitað aðra eins bilun í vitanum síðan hann varð vitavörður þar 1996,brunalykt var þarna ynni eða einhver sviðalikt eins og eitthvað hefði brunnið við matargerð á pönnu. Enn nú blikkar Gjögurviti sínu aðvörunarljósi til sjófaranda á ný.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Flotinn kominn uppí lendingu,vörina í Litlu-Ávík.
  • Frá brunanum 16-06-2008.
  • Agnes ÍS kominn með allann flotann í tog og siglir fyrir Nestangann.
Vefumsjón