Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 21. janúar 2009 Prenta

Bókunartímabil framundan hjá erlendum ferðaskrifstofum.

Séð til Norðurfjarðar og Drangajökuls frá Litlu-Ávík.
Séð til Norðurfjarðar og Drangajökuls frá Litlu-Ávík.
Núna er sá tími sem erlendar ferðaskrifstofur eru að taka við bókunum frá sýnum viðskiptavinum í ferðir til Íslands næsta sumar. Þær fréttir sem berast frá markaðinum, eru að bókanir ganga misvel, sumstaðar vel, en annarsstaðar fara bókanir hægar af stað en oft áður.

Núna er enga að síður mikilvægt að halda Vestjförðum á lofti við erlendar ferðaskrifstofur. ég hvet því alla ferðaþjóna sem eru, eða hafa verið í samskiptum við Ferðaskrifstofur að nota tækifærið á minna á ykkur og Vestfirði í leiðinni.

Ekki væri verra, ef það henntar í ykkar tilfellum, að minna á þjónustu Markaðsstofu Vestfjarða við erlendar ferðaskrifstofur. Markaðsstofan getur skaffað ókeypis ljósmyndir af Vestfjörðum og aðstoðað við að finna kynningarefni fyrir ferðaskrifstofur. Skipulagning á kynningarferðum til Vestfjarða eru jafnframt áhugaverður kostur fyrir ferðaskrifstofur sem vilja kynna sér Vestfirði sérstaklega með frekari viðskipti í huga.

Svo er líka mikilvægt að senda jákvæð skilaboð út á markaðinn. Að á Vestfjörðum séu allir hressir og hér komi allt til með að "fúnkera" í sumar og gott betur en það!

Markaðsstofa Vestfjarða er reglulega í sambandi við fjölda ferðaskrifstofa erlendis til að bjóða þjónustu sýna og biðja um gott veður fyrir Vestfirði. Sem dæmi um ferð sem erlend ferðaskrifstofa er selja sem inniheldur daga á Vestfjörðum er Franska ferðaskrifstofan ISLAND TOURS í frakklandi, en hér eru tvær síður úr nýjum bæklingi frá þeim.
Nánar á www.vestfirskferdamal.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Snjókerling við Bæ í Trékyllisvík.09-04-2009.
  • Rafmagnshitakútur komin upp.30-04-2009.
  • Herðubreið í ísnum á Norðurfirði.
  • Jón Guðbjörn og Úlfar ræða málin.
Vefumsjón