Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 28. desember 2010 Prenta

Borgarísjakinn Jóli hefur færst austar.

Borgarísjakinn Jóli sem sést hefur frá Litlu-Ávík.
Borgarísjakinn Jóli sem sést hefur frá Litlu-Ávík.
1 af 2
Í dag fór Jón G Guðjónsson veðurathugunarmaður að athuga betur með borgarísjakann sem sést hefur frá Litlu-Ávík,raunar úr eldhúsglugganum enn sást ekki þaðan um hádegið.

Farið var út á Lambanestanga og aðeins uppí Reykjaneshyrnu með sjónauka.

Borgarísjakinn er núna um það bil 15 km NNA af Reykjaneshyrnu og hefur færst austar,íshrafl er í kringum jakann sem gæti verið hættulegt skipum og bátum.

Jón hefur gefið þessum borgarísjaka nafnið Jóli,enda sást hann fyrst þann 22 desember,og búin að vera yfir jólin.

Mjög sjaldgæft er að borgarís sé á Húnaflóa í desember en aftur á móti algengt í ágúst og september.
Fyrri myndin er af borgarísjakanum þann 22 desember,en síðari myndin er kort frá Landhelgisgæslu Íslands sem þar var útbúið í ísflugi í dag.Kortið er af hafísvef Veðurstofu Íslands.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Gunnsteinn Gíslason.
  • Munaðarnes 15-03-2005.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
  • Björn Torfason heldur ræðu.Barnabarn hans fylgist með afa sínum.
  • Lítill ísjaki ca 4 til 5 km NNA af Reykjaneshyrnu.17-01-2010.
  • Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason.
Vefumsjón