Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 12. mars 2010 Prenta

Byggðakvótanum skipt milli báta.

Smábátahöfnin í Norðufirði.
Smábátahöfnin í Norðufirði.
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur óskað eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið að 16 tonna byggðakvóti sem kom í hlut Árneshrepps og tilkynnt var með bréfi 31.janúar 2010, verði skipt jafnt milli báta í sveitarfélaginu.Hreppsnefnd telur að með því að skipta afla jafnt milli báta berist mesti mögulegi afli á land, þar sem kvótalitlir bátar þurfa jafnvel að leigja til sín einhvern kvóta til að geta náð byggðakvótanum.Árneshreppur óskaði jafnframt eftir því að aflétt verði vinnsluskyldu til að hægt sé að afhenda fiskiskipum í Árneshreppi byggðakvóta fiskveiðiársins 2009/2010,Þar sem engin bolfiskvinnsla er til staðar í Árneshreppi,en vinna skapast í landi við að slægja og ísa fiskinn,auk þess sem flutningur fisks á markað styrkir landflutninga í Árneshrepp.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Gengið upp Sýrárdal.
Vefumsjón