Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 13. ágúst 2009 Prenta

Djúpavíkurdagar 14 til 16 Ágúst.

Hótel Djúpavík.Mynd www.djupavik.com.
Hótel Djúpavík.Mynd www.djupavik.com.

Þá er að koma að hinum árlegu Djúpavíkurdögum.
Á dagskránni verður ýmislegt fyrir alla fjölskylduna til skemmtunar.

Föstudagur 14. ágúst:

Kvöldmatur á hótelinu verður að þessu sinni frá kl. 18:00-20:00.
Kl. 21:00 mun Margrét B. Sigurbjörnsdóttir leika nokkur létt lög á altó-saxófón í lýsistanknum. Öllum er velkomið að spila með og syngja. Að tónleikunum loknum verður kvöldkaffi á hótelinu í boði hússins. Óvæntar uppákomur gætu orðið og eru áhugasamir beðnir að gefa sig fram við Evu hótelstýru.

Laugardagur 15. ágúst:

Kl. 11:00 Kerlingar fleyttar í fjörunni framan við hótelið.
Kl. 13:00 Sjóferð á Djúpfara. Siglt verður í Kúvíkur, þaðan í Naustvík og til baka í Djúpavík.
Kl. 13:00 Létt gönguferð um nágrennið.
Kl. 14:00 Verksmiðjuferð með leiðsögn. Verð kr. 500.- fyrir fullorðna.
Kl. 14:00 Krakkaleikir á flötinni framan við hótelið. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og þrautir. Fullorðnir velkomnir líka.
Kl. 16:00 Sjóferð á Djúpfara. Farin verður sama leið og fyrr um daginn.
Kl. 16:00 Dorgað á bryggjunni. Allir velkomnir með færi og stangir. Verðlaun fyrir stærsta fiskinn.
Kl. 18:30-21:00 Fiskréttahlaðborð á Hótel Djúpavík. Verð kr. 3.500.- fyrir fullorðna. Hljómsveitin Hraun leikur undir borðum.
Kl. 22:00 Tónleikar. Hljómsveitin Hraun og Svavar Knútur heldur uppi frábærri stemmningu fram til miðnættis. Aðgangseyrir á tónleika kr. 1.000.-
Kl. 00:00 Samkomunni lýkur á hefðbundinn hátt með aðstoð Svavars Knúts og annara fjörusöngvara.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki er ca 4 km austur af Sæluskeri og annar borgarísjaki ca 5 km austur af honum.19-06-2018.
  • Aðventuljós í glugga.18-12-2008.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • 21-09-2022.Borgarísjaki CA. 10 KM. NNA af Reykjaneshyrnu, eða CA. 15 KM. Austur af Sæluskeri. Virðist strandaður.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
  • Ólafur Thorarensen og Njáll Gunnarsson.
Vefumsjón