Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. mars 2019 Prenta

Enginn póstur framvegis á mánudögum.

Vegna breytinga á áætlunarflugi flugfélagins Ernis til Gjögurs, frá þriðjudögum og til mánudags, hefur Íslandspóstur ákveðið að senda ekki póst til 524 Árneshrepp með mánudagsvél félagsins. Þetta er slæmt hjá flugfélaginu að breyta áætlun án samráðs við Íslandspóst og létu ekkert vita til póstmiðstöðvar um þessa breytingu, enn flugfélagið er styrkt til póstflugs á Gjögur. Að sögn dreifingarstjóra verður því enginn póstur sendur á mánudögum, því raunverulega er engan póst til að senda því ekkert safnast upp um helgar og myndi ekki nást ef eitthvað væri. Sömuleiðis þýðir ekkert að senda póst suður með mánudagsfluginu. Allur póstur mun því verða sendur vikulega með föstudagsfluginu, og einnig á að senda póst þá frá pósthúsi 524 Árneshreppur til Reykjavíkur. Ef ekki er hægt að fljúga á föstudögum mun póstur koma norður með næsta flugi.

(Vegna smá bilunar á vefnum LH datt fyrri frétt um þetta niður.) Er beðið velvirðingar á því.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjakabrot útaf Lambanesi 16-09-2003.
  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Séð til Bergistanga og hafís,Reykjaneshyrna í baksýn.
  • Frá Gjögri 04-01-2013.
Vefumsjón