Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. desember 2009 Prenta

Enn á að draga úr samgöngum í Árneshrepp.-Nú flugið.

Verður flogið einu sinni í viku í sumar á Gjögur?
Verður flogið einu sinni í viku í sumar á Gjögur?
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu fyrir 2010 á að draga úr styrkjum til samgöngumála það er sérleyfum,ferjusiglingum og flugi.
Samkvæmt tillögu í fjárlagafrumvarpinu er flug til Gjögurs þar á meðal,að þangað yrði flogið einu sinni í viku frá júní til september,en tvisvar í viku frá janúar til maí eins og verið hefur.
Ef af þessu verður,verður fólk sem fer suður að stoppa í heila viku í stað þess að geta haft val um milli ferða mánudögum eða fimmtudögum.
Einnig hlýtur það að vera að póstur komi þá bara einu sinni í viku yfir sumarið.
Enn reyndar kemur fram að styrkir til Bíldudals,Gjögurs og Sauðárkróks séu enn til frekari skoðunar,og niðurstaða því ekki alveg ljós á þessum tímapunkti.
Það má sjá tillögurnar um fyrirhugaðar breytingar undir þessum tengli hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Maddý og Bjarnheiður.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
  • Litla-Ávík um miðja síðustu öld.Heyskapur í Stóru-Ávík á Naustavellinum við Ávíkurá.
  • Borgarísjakabrot útaf Krossnesi 23-09-2001.
Vefumsjón