Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 26. nóvember 2013 Prenta

Eyðibýli á Íslandi – tvö ný bindi komin út.

Karlabragginn í Djúpavík.
Karlabragginn í Djúpavík.

Út eru komin 4. og 5. bindi af ritinu Eyðibýli á Íslandi. Þau fjalla um Vestfirði og Norðurland vestra. Markmið verkefnisins Eyðibýli á Íslandi er að rannsaka og skrá eyðibýli og önnur yfirgefin íbúðarhús í sveitum landsins. Fyrstu skref rannsóknarinnar voru tekin sumarið 2011 á Suðurlandi. Sumarið 2012 náði rannsóknin til Norðurlands eystra og Vesturlands og í ár til Vestfjarða og Norðurlands vestra. Upplýsingar um verkefnið er að finna á www.eydibyli.is Efni hvors bindis er sem hér segir:

Eyðibýli á Íslandi, 4. bindi

Austur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Barðastrandarsýsla, Vestur-Ísafjarðarsýsla, Norður-Ísafjarðarsýsla og Strandasýsla. Höfundar: Anton Svanur Guðmundsson, Arnar Logi Björnsson, Axel Kaaber, Bergþóra Góa Kvaran, Hafþór Óskarsson, Laufey Jakobsdóttir, Margrét Björk Magnúsdóttir, Olga Árnadóttir, Rósa Þórunn Hannesdóttir og Sunna Dóra Sigurjónsdóttir. Ritið er 128 bls. að stærð og fjallar um 89 hús.

Eyðibýli á Íslandi, 5. bindi

Skagafjarðarsýsla, Austur-Húnavatnssýsla og Vestur-Húnavatnssýsla. Höfundar eru þeir sömu og að 4. bindi.  Ritið er 170 bls. að stærð og fjallar um 127 hús.

 

Áður hafa komið út 1. – 3. bindi ritsins:

Eyðibýli á Íslandi, 1. bindi

Austur-Skaftafellssýsla, Vestur-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla. 136 bls. og fjallar um 103 hús.

Eyðibýli á Íslandi, 2. bindi

Norður-Þingeyjarsýsla, Suður-Þingeyjarsýsla og Eyjafjarðarsýsla.168 bls. og fjallar um 115 hús.

Eyðibýli á Íslandi, 3. bindi

Dalasýsla, Snæfells- og Hnappadalssýsla, Mýrasýsla og Borgarfjarðarsýsla. 160 bls. og fjallar um 121 hús.

Ritið er gefið út í litlu upplagi af áhugamannafélagi sem stendur fyrir rannsóknunum. Hvert eintak kostar 5.500 kr. Hægt er að panta ritið á heimasíðuni www.eydibyli.is og í síma 588 5800.

Nánari upplýsingar veitir undirritaður:

Eyðibýli - áhugamannafélag

Gísli Sverrir Árnason formaður

Sími: 588 5800. Netfang: gislisv@r3.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • SA hlið komin klæðning.12-11-08.
  • Úr svefnherbergisálmu.05-02-09.
  • Húsið fellt.
  • Norðaustuhlið komin.28-10-08.
  • Sælusker (Selsker)18-04-2008.
  • Ferðafélagshúsið er rétt fyrir ofan myðja mynd.
Vefumsjón