Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 18. apríl 2008 Prenta

Fé sótt norður á Strandir sjóleiðis.

Komið með fé úr landi.
Komið með fé úr landi.
1 af 2
Fé sótt á Sædísi ÍS 67.
Í vetur sást kind með tvö lömb norður á Ströndum Eyvindarfiði og síðast í Drangavík,þegar reynt var að ná í þær á snjósleðum um Páskana.
Nú í dag var Reimar Vilmundarson á Sædísinni fengin til að fara norður í Drangavík og Eyvindarfjörð og fóru margir með til að ná féinu ef það sæist en aðrir á gamni sínu jafnt börn sem eldri,fréttaritari Litlahjalla skellti sér einnig með.
Fyrst var siglt í Drangavík og þar var gúmmibátur settur út og nokkrir menn sigldu með landinu að leita þegar komið var inn í Eyvindarfjörð við Engjanes sást rollan með lömbin tvö.
Þar voru menn settir í land og komið á gúmmíbátnum út í Sædísi að ná í meiri mannskap til að setja í land.
Einnig var smalahundurin Grímur hundur Björns bónda á Melum með í ferð og var hann duglegur að halda að féinu,ærin og lömbin náðust svo niðrí fjöru í Engjanesinu.
Síðan var ærin ásamt lömbunum og nokkrir menn með flutt fram í Sædísi á gúmmbátnum og farin önnur ferð í land að ná í restina af mannskapnum.
Síðan var stefnan tekin austur og haldið heim á leið og inn á Norðurfjörð eftir árángusgóða ferð.
Gunnar Dalkvist Guðjónsson bóndi í Bæ í Trékyllisvík átti ána og gimraralömbin tvö.
Gott var í sjóin og smá innlögn rétt andvari.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Maí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Kaupfélagshúsin á Norðurfirði 10-03-2008.
  • Byrjað að safna saman flotunum út af Lambanesi.
  • Drangaskörð 18-04-2008.
  • Adolfshús-05-07-2004.
Vefumsjón