Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 24. júlí 2015 Prenta

Ferðafélag barnanna í heimsókn.

Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur.
Hópurinn ásamt fararstjóranum Auði Elfu Kjartansdóttur.

Ferðafélag barnanna hefur komið oft undanfarin ár í Árneshrepp og halda þá til í Ferðafélagshúsinu á Valgeirsstöðum í Norðurfirði. Undanfarin ár hefur Auður Elfa Kjartansdóttir landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands verið einn af fararstjórunum. Oftast eru haldnar kvöldvökur, og farið í ýmsa leiki, og fjöruferðir og oft er kveiktur varðeldur á kvöldin í fjörunni fyrir neðan Valgeirsstaði. Í dag var gengið á Reykjaneshyrnu sem er 316 metrar að hæð, þá er oftast komið við í Litlu-Ávík og veðurstöðin skoðuð og fræðst um lýsingar á veðri, rakastigi og öðrum mælingum, en þann 12. ágúst eru tuttugu ár síðan veðurathuganir í Litlu-Ávík hófust. Og þá er farið í sögunarskemmuna og rekaviður skoðaður sem kemur frá Síberíu, sem mikið er unnið úr í Litlu-Ávík. Börnin eru einnig þátttekendur í listasmiðju, þar sem eingöngu er notaður efniviður úr nánasta umhverfi, og ímyndunaraflið hefur lausan tauminn. Í þessum ferðum fá börnin að njóta sín í friðsælu umhverfi náttúrunnar á Ströndum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • 24-11-08.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Sement sett í.06-09-08.
  • Melar-Reykjaneshyrna.13-08-2008.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 05-01-2007.
  • Litla-Ávík 10-03-2008.
Vefumsjón