Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 6. júlí 2011 Prenta

Ferðamannafjöldi misjafn á Ströndum.

Á Hótel Djúpavík hefur gengið vel sem af er sumri.
Á Hótel Djúpavík hefur gengið vel sem af er sumri.
Ívið fleiri ferðamenn eru á Vestfjörðum í ár en í fyrra. Íslendingar eru færri, en erlendir gestir þeim mun fleiri. Tíðafar á Hornströndum hefur verið afleitt. Misjöfnum sögum fer af því hvernig sumarið hefur verið í ferðaþjónustunni á Vestfjörðum. Á Hótel Djúpavík hefur gengið prýðilega.

Norðar, þar sem Reimar Vilmundarson siglir með gönguhópa frá Norðurfirði á Hornstrandir, hefur sumarið verið afleitt og ekki eins slæmt síðan hann byrjaði árið 2003. Hann ;sagði í viðtali við RÚV í gær,að ekkert ferðaveður hafa verið á sjónum og að margir hafi afbókað auk þess sem ekki sé hægt að sigla suma daga. Fólk sé tímabundið og geti ekki leyft sér svona tafir.

Landvörðurinn á Hornströndum ;segir einnig í viðtali við RÚV,júnímánuð hafi verið erfiðan og kaldan. Sumarið sé þó ekki nema tíu dögum seinna en venjulega, enda séu Hornstrandir yfirleitt ekki að vakna fyrr en um tuttugasta júní. Á ferðaskrifstofunni Vesturferðum á Ísafirði hefur sumarið gengið vel þrátt fyrir kaldan júní. Metfjöldi er í komum skemmtiskipa til Ísafjarðar. Íslendingar hafa verið seinni á ferðinni en erlendir gestir þeim mun fleiri. Heildarfjöldi farþega er því svipaður eða ívið meiri en í fyrra. Og af Galdrasýningunni á Ströndum er afar svipaða sögu að segja.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Margrét Jónsdóttir.
  • Komið með kaðal í land til að toga í flotann úr vörinni í Litlu-Ávík.
  • Saumaklúbbur á Krossnesi 31 janúar 2015.
  • Ragna og Jón Guðbjörn.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Finnbogastaðir brenna,16-06-2008.
Vefumsjón