Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 2. apríl 2014 Prenta

Fíkniefnaleitarhundur til Vestfjarða.

Þórir Guðmundsson lögreglumaður, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Steinar Gunnarsson yfirhundaþjálfari hjá ríkislögreglustjóraembættinu með fíkniefnaleitarhundinn Tind.
Þórir Guðmundsson lögreglumaður, Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn, Steinar Gunnarsson yfirhundaþjálfari hjá ríkislögreglustjóraembættinu með fíkniefnaleitarhundinn Tind.

Lögreglunni á Vestfjörðum hefur bæst liðsauki. En í dag lét ríkislögreglustjóraembættið lögreglunni á Vestfjörðum í té fíkniefnaleitarhund sem mun verða staðsettur á Ísafirði og þjónusta allt umdæmið. Hundurinn er af labradorkyni og ber nafnið Tindur. Hann hefur hlotið þjálfun hjá Steinari Gunnarssyni, yfirhundaþjálfara hjá ríkislögreglustjóraembættinu. Þórir Guðmundsson, lögreglumaður mun hafa hundinn í sinni umsjá og viðhalda þjálfun hans. Fíkniefnaleitarhundur hefur ekki verið á Vestfjörðum frá því í nóvember 2011. En þá skilaði embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fíkniefnaleitarhundinum Dollar til ríkislögreglustjóraembættisins. Ástæðan var fjárskortur vegna niðurskurðarkrafna fjárveitingavaldsins. Nú sér embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fram á bjartari tíma og óskaði því eftir því að fá aftur í þjónustu sína fíkniefnaleitarhund.

Gaman er að geta þess að Tindur er sonur þess fíkniefnaleitarhunds sem áður var í þjónustu lögreglunnar á Vestfjörðum. Sá hundur bar heitið Dollar og hafði Jón Bjarni Geirsson, aðalvarðstjóri, yfirumsjón með þeim hundi. Með tilkomu Tinds sjá lögreglumenn á Vestfjörðum fram á mikla möguleika á auknu og markvissu fíkniefnaeftirliti í öllu umdæminu. Segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Helga veislustjóri mundar myndavélina.
  • Gjögurviti-byggður 1921 hæð 24 m.-2001.
  • Hótel Djúpavík-16-08-2006.
Vefumsjón