Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 11. desember 2005 Prenta

Fjallaferðir í Árneshreppi.

Fyrir skömmu kom út á vegum Félags Árneshreppsbúa myndin "Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" eftir Pálma Guðmundssyni frá Bæ í Trekyllisvík í Árneshreppi. Myndin, sem 117 mínútur að lengd og fæst bæði á myndbandi og DVD, skiptist niður í fimmtán efnisþætti, flestir eru um gönguleiðir í nyrsta hreppi Stranda.
Skemmst er frá að segja að viðtökur hafa verið afar góðar en myndin er til sölu hjá umboðsmönnum félagsins viðsvegar um land. Nú þegar líða tekur að jólum og landsmenn huga að jólagjöfum er rétt að minna á að myndin er ekki einungis nauðsynleg í pakka hvers Strandamanns, hvar sem hann býr á landinu, heldur einnig sannkallaður gullmoli í safn alls útivistarfólks. Með myndinni er m.a. hægt að hefja skipulagningu holls og góðs sumarleyfis á næsta ári, í fegurð og kyrrsæld Stranda þar sem nóg er af hreinu lofti, lítt spilltri náttúru og einstöku dýralífi svo ekki sé minnst á hið góða mannlíf sem þar þrífst.
Pálmi er höfundur myndefnis og leiðangursstjóri í ferðum myndarinnar en hann þekkir hverja þúfu og hvern hól í Árneshreppi. Vandað var mjög til vinnslu myndarinnar og eru m.a. kort af öllum gönguleiðum í myndinni sem kostar einungis 3.500 krónur.
"Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" er til sölu hjá stjórnarmönnum félags Árneshreppsbúa og hjá umboðsmönnum víðsvegar um landið en þeim fjölgar stöðugt. Nýverið bættust Hárskerastofa Lýðs Lágmúla 7, Reykjavík og Kænann, veitingastaður, Óseyrarbraut 2, í Hafnarfirði í þétt riðið net umboðsmanna Félags Árneshreppsbúa.
Ekki hika nú á jólaföstunni; gefðu holla og góða jólagjöf. Til þess þarf eingöngu að snúa sér til hinna vösku sveitar sem getið er um hér að neðan og verður henni bæði ljúft og skylt að koma þér í kynni við "Fjallaferðir í Árnesheppi á Ströndum" . Pöntunum er jafnvel keyrt heim að dyrum sé þess nokkur kostur.

Umboðsmenn:
Hárskerastofa Lýðs Lágmúla 7, Reykjavík, s: 588 2087
Kænann, veitingastaður, Óseyrarbraut 2, Hafnarfirði, s: 565 1550
Pálmi Guðmundsson, Blikahólum 2, Reykjavík, s: 557 6229
Páll Jónsson, Vesturgötu 93, Akranesi, s: 431 1790
Unnur Pálína Guðmundsdóttir, Fagurhólstúni 2, Grundarfirði, s: 438 6656
Bjarnveig Samúelsdóttir, Völusteinsstræti 1, Bolungarvík, s: 456 7317
Ólafur Gísli Thorarensen, Aðalstræti 15, Ísafirði, s: 456 3138, 866 4801
Margrét Jónsdóttir, Bergistanga, Norðurfirði, Árneshreppi, s: 451 4000
Júlíana Ágústsdóttir, Vitabraut 13, Hólmavík, s: 451 3390
Óskar Torfason, Holtagötu 5, Drangsnesi, s: 451 3296
Linda Björk Guðmundsdóttir, Smárahlíð 8c, 603 Akureyri, s: 462 4009
Sigurvina Samúelsdóttir, Heiðvangi 4, Hellu, s: 487 5870
Guðjón Ólafsson, Reynihvammi 10, Egilsstöðum, s: 699 5512 / 471 2103 - gutti@strik.is

Stjórnarmenn eru:
Snorri Torfason, formaður, Þingási 24, 110 Reykjavík, s: 660 3531 - snorri@la.is
Gíslína Gunnsteinsdóttir, gjaldkeri, Þingási 34, 110 Reykjavík, s: 567 2678 - gislina@penninn.is
Böðvar Guðmundsson, Brekkuhlíð 7, 220 Hafnarfirði, - bog@isholf.is
Hrönn Valdimarsdóttir, Brekkuhlíð 7, 220 Hafnarfirði, - bog@isholf.is
Ívar Benediktsson, Lágholti 11, 270 Mosfellsbæ, s: 669 1300 - iben@mbl.is
Kristmundur Kristmundsson, Jakaseli 27, 109 Reykjavík, s: 898 2441 - stalver@internet.is
Sigríður Halla Lýðsdóttir, Öldugötu 46, 220 Hafnfarfirði, s: 555 4997
Þorgeir Benediktsson, Sílakvísl 2, 110 Reykjavík, s: 567 2175

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Drangavík 18-04-2008.
  • Reukjaneshyrna séð frá Krossnesi 08-12-2008.
  • Ragnheiður Edda Hafsteinsdóttir útibústjóri útibús. ksn og  póstmeistari skálar við Jón Guðbjörn sextugann.
Vefumsjón