Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 15. október 2019 Prenta

Flugslysaæfing á Gjögurflugvelli.

Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
Síðast var flugslysaæfing á Gjögurflugvelli í apríl 2015.
1 af 2

Fréttatilkynning frá Isavia.

Flugslysaæfing verður haldin á Flugvellinum á Gjögri þann 19. október næstkomandi. Æfingin er haldin af Isavia, almannavörnum ríkislögreglustjóra og lögreglunni á Vestfjörðum. Dagskráin samanstendur af skyndihjálparkennslu á föstudagseftirmiðdeginum og eldvarnarfræðslu fyrir hádegi á laugardegi í félagsheimilinu. Flugslysaæfingin sjálf er síðan eftir hádegi á flugvallarsvæðinu sjálfu.

Við viljum hvetja alla íbúa á svæðinu og nágrannasvæðum til að taka þátt í æfingunni og fræðsluviðburðunum í tengslum við hana auk þess sem allir viðbragðsaðilar skráðir í Flugslysaáætlun flugvallarins eru boðaðir. Að sögn Elvu Tryggvadóttur æfingarstjóra er mikilvægt að við tökum höndum saman og eflum hið góða samstarf allra, til að vera vel í stakk búin að takast á við slys og eldsvoða sem geta komið upp á svæðinu.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Séð austur Húnaflóa af Rekjaneshyrnu.
  • Grafið fyrir kapli,Orkubúsmenn leggja kapal og tengja ljóastaur.13-11-08.
  • Björn-Kristján-Guðmundur og Ágúst.
  • Mikil froða eða (sælöður),í Ávíkinni 10 setember 2012 í norðan brimi.
Vefumsjón