Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 28. ágúst 2009
Prenta
Forsetahjónin mæta með stein í vörðu til framtíðar.
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og frú Dorrit Moussaieff, mæta á atvinnu- og menningarsýninguna Stefnumót á Ströndum sem opnuð verður á morgun. Sýningin opnar í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 13:00 laugardaginn 29. ágúst, en hátíðardagskrá hefst kl. 14:00 og flytur Ólafur Ragnar hátíðarræðu við það tilefni. Aðstandendur sýningarinnar vilja biðja Strandamenn að flagga í tilefni dagsins og minna þátttakendur og gesti jafnframt á að mæta með stein til að nota í vörðu til framtíðar, sem hlaðin verður í tilefni dagsins af fjórum ættliðum Strandamanna við Félagsheimilið.
Þetta kemur fram á www.strandir.is.
Þetta kemur fram á www.strandir.is.