Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | þriðjudagurinn 1. september 2015 Prenta

Fyrsta áætlunarflug eftir framkvæmdir á Gjögurflugvelli.

Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
Flugvél Ernis kemur inn á flughlað.
1 af 5

Í dag 1 september var fyrsta áætlunarflug  Ernis á Gjögurflugvöll eftir að klæðning var sett á flugbrautina. Engin ljós eru komin á brautina en búið að merkja hana. Nú í september mun Flugfélagið Ernir fljúga einungis einu sinni í viku og það á þriðjudögum, (takið eftir breytt áætlun frá því í vor.) En í október verður flogið tvisvar í viku þá á þriðjudögum og á föstudögum. Póstur mun nú koma aftur með áætlunarvélinni á þriðjudögum og með Strandafrakt á miðvikudögum eins og verið hefur út september. Póstur kom reindar ekki með vélinni í dag, eitthvað fór úrskeiðis hjá Íslandspósti.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Hafísfrétt 11-09-2024.Stakur borgarísjaki um 3.KM. útaf Reykjanesströnd, sem er á milli Reykjaneshyrnu og Gjögursflugvallar. Rekur inn Húnaflóann.
  • Búið að tvöfalda og leggja rafmagnsrör og dósir í veggi.04-04-2009.
  • Húsið fellt.
Vefumsjón