Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 5. apríl 2008 Prenta

Fyrsti báturin búin að leggja grásleppunet

Sædís ÍS 67.
Sædís ÍS 67.
Fyrsti báturin sem rær frá Norðurfirði lagði grásleppunet í gær og í dag.
Það er aðkomubáturin Sædís ÍS 67 frá Bolungarvík,skipstóri og eigandi er Reimar Vilmundarson og með honum er Sigurður Stefánsson,þeyr komu að vestan í gærdag og lögðu þá um leið 10 trossur og einnig lögðu þeyr nokkrar trossur í dag og vitjað verður um í fyrsta sinn á mánudagin næsta.
Reymar og Sigurður fá aðstöðu á Norðurfirði til að verka hrognin sjálfir eða fá aðstoðarmann eða konu í það.
Fleiri bátar munu fara að byrja á grásleppu frá Norðurfirði innan skamms.
Reimar er vel þekktur hér um slóðir því hann er með ferðir á sumrin með ferðafólk á Sædísinni frá Norðurfirði á Hornstrandir og er með Gistiþjónustu í Bolungarvík nyrðri sem eru gífurlega vinsælar.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Í Simonarpás er aðeins ein stór spíta.
  • Hafís útaf Reykjanesströnd.
  • Næstum búið að klæða þakið.12-11-08.
Vefumsjón