Jón G. Guðjónsson | laugardagurinn 16. desember 2023 Prenta

Gjögurviti Fallinn.

Gjögurviti fallinn.
Gjögurviti fallinn.
1 af 3

Gjögurviti hefur fallið seinnipartinn í gær í suðvestan hvassviðrinu sem var þá. Starfsmenn flugvallarins á Gjögurflugvelli sáu þegar þeir komu til vinnu í morgun að vitinn var fallinn.

Rafvirkjar hjá Vegagerðinni sem sjá um ljósabúnað vitans og koma einu sinni til tvisvar á ári hafa oft tekið myndir af járnagrind vitans, því grindin er mjög riðguð og sumstaðar alveg við að vera riðbrunnin í sundur og hafa látið yfirmenn sína vita og sýnt þeim myndir, enn ekkert gert í málunum.

Jón Guðbjörn Guðjónsson vitavörður vitans, nú eftirlitsmaður hans, var útá Gjögurflugvelli um eitt leytið í dag að taka á móti pósti úr flugvél og tók myndir af járnaruslinu, hann segist hafa átt von að vitinn færi um koll einhvern daginn. Fjögur ár eru síðan honum hefur verið bannað að fara uppí ljóshús vitans til að þrífa ljósin og fleira sem venjulega er gert. Ekkert viðhald hefur verið á grind vitans hjá Siglingastofn og nú Vegagerðinni Siglingadeild síðan 1995.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki ca 4 til 5 km NA af Gjögurflugvelli 13-01-2005.
  • Þórólfur Guðfinnsson.
  • Búið að klæða tvöfalda herbergin.04-04-2009.
  • Garðarshús Gjögri-05-07-2004.
  • Séð að Felli 15-03-2005.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
Vefumsjón