Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 20. nóvember 2008 Prenta

Góðar líkur á heitu vatni við Ytra-Skarð.

Borinn Klaki við Ytra-Skarð og bormenn.
Borinn Klaki við Ytra-Skarð og bormenn.
Boraðar voru tvær viðbótar holur við Ytra Skarð í Stóra-Ávíkurlandi í byrjun nóvember,en áður var búið að bora eina holu.Seinni holurnar tvær voru boraðar aðeins austar.
Nú eru komnar niðurstöður úr þessum hitastigulsholum og að sögn Hauks Jóhannessonar jarðfræðings hjá Íslenskum Orkurannsóknum er niðurstaðan sem hér segir:
"Niðurstaða borana er að í landi Stóru-Ávíkur nærri þeim stað þar sem borholurnar eru eru líkindi til að heitt vatnskerfi sé fyrir hendi þótt enginn jarðhiti sé á yfirborði. Í svona tilvikum eru boraðar grunnar borholur sem við nefnum hitastigulsholur og mælum í þeim hitann og sjáum hve hratt hann hækkar með dýpi. Holurnar í Ávík eru um og yfir 50 metra djúpar og hitastigullinn í þeim eru frá 100°C/km upp í 150°C/km þessi stigull er verulega hærri en við er að búast því svæðislægur hitastigull er vanalega um 50°C/km á Vestfjörðum. Þegar stigullinn er eins hár og í Ávík þá bendir það til að heitt vatnskerfi sé nærri. Borholan á Melum er köld og í henni eru tvær kaldar vatnsæðar og virðist hún ekki benda til nálægðar við heitt vatnskerfi."
Borinn Klaki er nú farinn héðan úr hreppnum og ekki verður borað meira að sinni.Vatnsborun ehf sem Árni Kópsson rekur sáu um boranir hér í Árneshreppi í haust.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Búið að klæða útskotið þar sem eldhúsið er.03-12-2008.
  • Litla-Ávík 31-10-2007.
  • Elísa Ösp Valgeirsdóttir skólastjóri frá 2010 til 2016.
Vefumsjón