Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 14. ágúst 2014 Prenta

Gott sumar hjá Ferðafélaginu.

Varðeldur hjá Ferðafélagi barnanna.Mynd Olga Z.J.
Varðeldur hjá Ferðafélagi barnanna.Mynd Olga Z.J.
1 af 4

Talsvert hefur verið um að vera í húsi Ferðafélags Íslands Valgeirsstöðum í Norðurfirði í sumar. „Að sögn Olgu Zoega Jóhannsdóttir skálavarðar á Valgeirsstöðum,en þetta er annað sumarið sem hún er skálavörður þar,hefur þetta bara verið ágætt í sumar og svipaður fólksfjöldi og síðastliðið sumar. Þetta er allavegana fólk sem kemur,göngufólk,fjölskyldur,tjaldbúar innlendir sem erlendir. Ferðafélag Íslands var fyrst til að bjóða uppá gistingu í Norðurfirði ásamt því,að vera eini ferðaþjónustuaðilinn á svæðinu með sérútbúnum rafmagnsstaurum fyrir fellihýsi og hjólhúsaeigendur,rafmagnstenglar voru settir upp sumarið 2010. Fólk notar rafmagnið til að kynda húsin,hlaða rafgeyma og farsíma,segir Olga.“ Hús FÍ í Norðurfirði nefnist Valgeirsstaðir og er gamall bóndabær í góðu standi. Það stendur við botn Norðurfjarðar,rétt ofan við fallega sandfjöru.

Ferðafélag barnanna kemur árlega á Valgeirsstaði í gönguferðir,fjöruferðir og halda kvöldvökur,og einnig kveikja varðeld og söng,veiði og glens og grín. Börnin fá að njóta sín í friðsælu umhverfi og allir taka þátt á sínum forsendum. Þau eru einnig þáttekendur í listasmiðju,þar sem eingöngu er notaður efniviður úr nánasta umhverfi,og ímyndunaraflið hefur lausan tauminn. Einn af fararstjórunum tvö undanfarin ár í þessum ferðum hefur verið Auður Elfa Kjartansdóttir landfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.

Hér má sjá hlekk á FI.is Ferðafélag barnanna.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Desember »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Úr myndasafni

  • Borgarísjaki 15 til 18 km NNA af Liltu-Ávík 29-09-2002.
  • Mundi og Björn fara að setja lista í loft:19-02-2009.
  • Úr sal.Gestir.
  • 28-12-2010.Borgarísjakinn sem sést hefur frá Litlu-Ávík hefur nú færst austar og er nú ca 15 km NNA af Reykjaneshyrnu.
  • Hafskipabryggjan Norðurfirði-06-07-2004.
Vefumsjón