Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 13. júní 2008
Prenta
Hafísfrétt frá Veðurstofu Íslands.
12-06-2008 Tilkynning frá Veðurstofu Íslands
Gisinn hafís er nú vestur af Vestfjörðum, næst landi u.þ.b. 75 sml vestnorðvestur af Barði. Vindátt hefur verið vestlæg á Grænlandssundi síðan á þriðjudag (9. júní) og verður svo fram á sunnudag. Hafísinn mun því færist eitthvað nær landi og eru sjófarendur beðnir um að fara að öllu með gát. Á sunnudaginn lítur út fyrir að vindur snúist í austan og norðaustanátt á Grænlandssundi og þá mun ísinn þokast vestur á bóginn.
Gervihnattamyndin hér að neðan gefur hugmynd um hafísröndina, en rétt er að hafa í huga að skýjað er á svæðinu og því geta stakir jakar og rastir verið nær landi en sést á myndinni.