Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 12. janúar 2011 Prenta

Hákarl frá Víganesi.

Nátthagi við Víganes.
Nátthagi við Víganes.
1 af 3
Jón Eiríksson frá Víganesi hefur nú stundað sjóveiðar undanfarin tvö ár og gerir út bátinn Snorra ST-24 og hefur gert út á grásleppu og nú fyrst í sumar einnig á þessar svonefndu Strandveiðar,sem hann stundaði út leyfistímann,lagt var upp á Norðurfirði.

Í mars í vor lagði Jón hákarlalóðir og fékk fljótlega einn mikinn hákarl sem hann gerði að á Gjögurbryggju og setti síðan í kör í stóran gám sem hann er með fyrir neðan hús sitt Nátthaga við Víganes,og verkaði hann þar,Jón veiddi einnig 3 til fjóra hákarla til viðbótar sem hann verkaði sjálfur.

Jón á ekki langt að sækja kunnáttu til þessara verka,faðir hans Eiríkur Lýðsson bóndi og sjómaður var kunnur hákarlaverkandi hér í Árneshreppi,og var Jón oftast á sjó með honum sem ungur maður.

Jón Eiríksson frá Víganesi eins og hann kennir sig alltaf við,nú Nátthaga við Víganes,hefur nú auglýst hér á vefnum þessa frábæru afurð sína sem er Skyr og Glerhákarl,sem þykir mjög vinsæll og ómissandi fyrir þorrablót og svo er hákarlinn talinn mjög hollur og ekta herramannsmatur við hvaða tækifæri sem er.

Um að gera að ná sér í ekta Strandahákarl fyrir þorrablótin í vetur,en þorrinn hefst föstudaginn 21 janúar.Til að panta sér hákarl er síminn 698-4360 og í síma 892-4545.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júlí »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Úr myndasafni

  • Snjómokstur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Gjögur-05-07-2004.
  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
Vefumsjón