Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 5. júní 2011 Prenta

Hannyrðasýning á munum eftir Pálínu Þórólfsdóttur og nemendum hennar.

Hluti af hannyrðum nemenda.
Hluti af hannyrðum nemenda.
1 af 5
Hannyrðasýning á munum eftir Pálínu Jenný Þórólfsdóttur og nemendum hennar,sem starfaði áður fyrr sem handavinnukennari í Finnbogastaðaskóla á Ströndum var opnuð á Hótel Djúpavík í dag.

Sýningin nær yfir hannyrðir Pálínu og nemenda hennar frá árunum 1966 til 1985.

Nemendur voru á þessu tímabili um fimmtíu talsins,aðallega stúlkur,en þó kom fyrir að drengir sætu í tíma og lærðu að prjóna og sauma út.

Handmenntakennslan fór lengst af fram einu sinni í viku,tvo tíma í senn og fjármagnaði Pálína sjálf öll efniskaup fyrir nemendur sína á kostnaðarverði.

Pálína er ákaflega hlý,einlæg og glaðvær kona.Við nemendur sína var hún ætið þolinmóð og ljúf og lagði mikla áherslu á að nemendur kláruðu verkefni sín,segir í Sýningarskrá.

Pálína Jenný Þórólfsdóttir býr nú á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri níræð að aldri.
Þann 17 febrúar var smá grein hér á vefnum um hina fyrirhuguðu sýningu sem nú er orðin að veruleika.
Greinin er hér.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Súngið af mikilli raust.
  • Úr sal.Gestir.
Vefumsjón