Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 1. desember 2010 Prenta

Hátíðlegir jólatónleikar, Yoko Owada frá Japan.

Yoko Owada frá Japan verður með jólatónleika sunnudaginn 5 desember.
Yoko Owada frá Japan verður með jólatónleika sunnudaginn 5 desember.
Fréttatilkynning frá Grand hótel Reykjavík. 

Á annan í aðventu, sunnudaginn 5. desember, verða haldnir hátíðlegir jólatónleikar á Grand hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Japanski flautuleikarinn Yoko Owada mun flytja jólalög og sígildar perlur við píanóundirleik samlöndu sinnar Naomi Tsukamoto. Á undan tónleikunum er fordrykkur og fjögurra rétta japansk-íslenskur kvöldverður. Aðgangseyrir fyrir fordrykk, mat og tónleika er  5.600 krónur.

Japanski þverflautuleikarinn Yoko Owada kemur alla leiðina frá Japan til að gleðja okkur með hátíðartónum sínum. Yoko Owada er þekkt um allan heim fyrir flautuleik sinn og er hún frumkvöðull á sviði asískrar nútímatónlistar þar sem hún kallar fram framúrstefnulega tóna með tækni  sem skapað hefur henni sérstakan sess í heimi flaututónlistar.

Yoko Owada útskrifaðist sem flautuleikari frá tónlistarháskóla í Tokyo, Toho Gakuen University of Music.  Hún stundaði nám með heimsþekkta franska flautuleikaranum Jean-Pierre Rampal, við Listaháskólann í París, Conservatoire National de Musique de Paris, þar sem hún útskrifaðist með hæðstu einkunn í flautuleik árið 1977. Eftir það hóf hún nám í tónlistarskólanum í Freiburg, Musik Hochschule, í Þýskalandi undir leiðsögn Aurele Nicolet. Hún hefur unnið til margra alþjóðlegra verðlauna og má þar m.a. nefna  sérstök verðlaun fyrir flautuleik í alþjóðlegri tónlistarkeppni í Búdapest í Ungverjalandi árið 1980 og sama ár hlaut hún fyrstu verðlaun, East and West Artists Audition for Young Performers, í Carnegie Hall.

Yoko hefur komið víða við og spilað m.a. í fjölmörgum sinfóníuhljómsveitum; New Japan Philharmonic, Tokyo City aPhilharmonic, Toulouse National Chamber Orchestra, NHK Symphony Orchestra og Deutsche Bach Solisten. Auk þess að hafa spilað einleik við fjölmörg tilefni hefur hún einnig ferðast um heiminn og spilað með hörpuleikaranum Josef Malnar. Yoko hefur kennt við fjölmarga tónlistarskóla í Japan og í dag kennir hún við Karuizawa Music Summer School í  Japan.

Á jólatónleikunum á Grand hótel Reykjavík þann 5. desember næstkomandi mun Yoko Owada leika hátíðleg jólalög og sígildar perlur. Hún er vel þekkt fyrir flutning sinn á  vestrænni  tónlist. Undirleikari á flygil er Naomi Tsukamoto frá Japan.
Tónleikarnir eru haldnir í samstarfi við Japanska sendiráðið á Íslandi.

Dagskrá.
Kl. 18:30. Fordrykkur

Kl. 19:00. Fjögurra rétta kvöldverður, japanskt sushi og íslenskir jólarétti

Kl. 21:00. Tónleikar Yoko Owada

Miðaverð er 5.600 krónur

Frekari upplýsingar

Aðalheiður E. Ásmundsdóttir

Markaðsstjóri og upplýsingafulltrúi

Beinn sími 514 8009

Gsm 824 2028

www.grand.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Apríl »
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Úr myndasafni

  • Bílskúrseining sett á sinn stað.28-10-08.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Árnesstapar-Reykjaneshyrna í baksýn og Mýrahnjúkur frá Hvalvík séð.10-03-2008.
  • Júlíana Lind Guðlaugsdóttir í flotgalla í Norðurfjarðarhöfn.Mynd 20-12-2013.
  • Saumaklúbbur á Bergistanga 15-01-2011.
  • Borgarísjaki út af Ávíkinni 07-04-2004
Vefumsjón