Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 7. september 2018 Prenta

Heimasmalanir byrjuðu í gær.

Sumrungurinn Ágúst.
Sumrungurinn Ágúst.
1 af 4

Þrátt fyrir þoku í gær byrjuðu bændur hér í Árneshreppi að smala heimalönd sín og eyðibýli. Þokunni létti nú til eftir því sem leið á daginn. Í þessari fyrstu heimasmölun var smalað frá Trékyllisvík og Stóru-Ávíkurland og rekið inn í Litlu-Ávík. Farið var síðan um miðjan dag, þá var þokan búin að lyfta sér upp í um fimmhundruð metra, og smalaður Ávíkurdalurinn og rekið inn í Litlu-Ávík. Síðan var dregið og bændur sem fengu fé keyrðu sínu fé heim.

Í Ávíkurdalnum fékk Sigursteinn Sveinbjörnsson bóndi í Litlu-Ávík tvævetlu með sumrung sem svo er kallað þegar ær ber á sumrin. Lambið sem er hrútlamb er sennilega um hálfsmánaðar gamalt, vænt og fallegt lamb. Það mætti gefa honum nafnið Ágúst, því í Ágúst er hann fæddur örugglega.

Í dag var smalað á Kjörvogi, það er norðan við flugvöll um Gjögur og Kjörvogshlíðin. Einnig var smöluð Reykjanesströndin, Reykjaneshyrnan, Hólarnir og rekið inn í Litlu-Ávík og sorterað. Lömb virðast væn, enn ekki er búið að vigta neitt en, nema það verði þá í Litlu-Ávík í kvöld.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Hafís Reykjaneshyrna 15-03-2005.
  • Stakur borgarísjaki 3. KM NA af Reykjaneshyrnu. 02-01-2018.
  • Hafísmynd frá Skúla Alexanderssyni: Hafþök af hafís á Reykjarfirði 1965. Myndin er tekin frá Djúpavík.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
  • Á Fellsbrún á leið á Kálfatind.
  • Hús Kristmundar á Gjögri-05-07-2004.
Vefumsjón