Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 23. apríl 2012 Prenta

Heyrðu mig nú – Vestfirskur tónlistarþáttur.

Frá tökum á Heyrðu mig nú. Mynd: facebook.com/listavelin.
Frá tökum á Heyrðu mig nú. Mynd: facebook.com/listavelin.
Samkomulag hefur náðst með sýningar á vesfirsku tónlistarþáttunum Heyrðu mig nú. Listavélin sem framleiðir þættina hefur samið við vestfirska vefinn vestur.is um að hýsa þættina. Þættirnir hafa verið í vinnslu síðan í febrúar 2011 með hléum. Í Heyrðu mig nú er fjallað um vestfirska tónlist, og er farið víða um Vestfirði og tónlistarsagan fönguð. Helstu styrktaraðilar þáttanna eru: Menningarráð Vestfjarða, Ísafjarðarbær, Hamraborg, Húsasmiðjan og Eymundsson.
Fyrsti þátturinn mun fara í loftið á vestur.is, föstudaginn 27. apríl nk. Í fyrsta þætti mun jazzarinn, listmálarinn og hárskerinn Villi Valli koma í spjall, ásamt því að hljómsveitin Klysja verður tekin tali. Önnur viðfangsefni næstu þátta verða t.d Ásthildur Cesil, Sokkabandið, Jón Kr Ólafsson, Skundi Litli, ásamt hinum ýmsu tónlistarviðburða á Vestfjörðum.
Að Listavélinni standa: Baldur Páll Hólmgeirsson, Fjölnir Már Baldursson, Perla Sigurðardóttir og Steingrímur Rúnar Guðmundsson. Facebooksíða Listavélarinnar : http://www.facebook.com/listavelin

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Desember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Veghefill við mokstur 07-04-2009.
  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Úr sal.Gestir.
  • Hilmar og Gulli píparar.08-11-08.
Vefumsjón