Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 11. ágúst 2011 Prenta

Heyskapur heldur áfram.

Frá heyskap í sumar.
Frá heyskap í sumar.
Bændur gátu hafið heyskap aftur eftir síðustu helgi eftir nokkurt hlé eftir verslunarmannahelgi vegna bleytu,það var talsverð úrkoma frá öðrum ágúst og fram til sjöunda.

Nokkrir bændur eru nú búnir að slá allt og rúlla,og aðrir á fullu við að klára að heyja fyrrislátt.

Grasspretta hefur lagast mikið eftir því sem liðið hefur á,og menn hafa náð sæmilegum heyjum fyrir rest.En þetta er nokkuð misjafnt eftir bæjum.

Í Litlu-Ávík hefur Sigursteinn bóndi náð ágætisheyskap eða um 294 rúllum á móti 240 í fyrra,og er heyskapurinn í Litlu-Ávík svipaður og árið 2009.

Margir bændur munu síðan fara að slá seinnislátt svonefnda há.

Menn ættu að fá þurrt veður fram á næstkomandi helgi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Kaupfélagið í Norðurfirði:07-02-2009.
  • Snjóblástur á Gjögurflugvelli 10-03-2008.
  • Saumaklúbbur í Bæ 27-01-2006.
Vefumsjón