Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 16. desember 2009 Prenta

Hitamælir VÍ á Gjögurflugvelli bilaður.

Hitamælirinn er staðsettur á grindverkinu lengst til vinstri.
Hitamælirinn er staðsettur á grindverkinu lengst til vinstri.
Hitamælir á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli hjá Veðurstofu Íslands er bilaður og sínir tölur eitthvað út í loftið.

Veðurathugunarmaðurinn í Litlu-Ávík tók eftir þessu í gærmorgun þegar hann sá lestrarlista Veðurstofu fyrir lágmarkshita eftir nóttina,þar kom fram að lágmarkshiti hefði verið mínus -8,1 stig,sem engan vegin gat staðist.

Haft var síðan samband við veðurfræðing á Veðurstofu og bornar saman tölur frá Litlu-Ávík og Gjögurflugvelli nokkra daga á undan og kom sú niðurstaða strax út að þetta gæti á engan veginn staðist,því í mælaskýli í Litlu-Ávík sömu nótt fór hitinn aðeins niðrí +3,2 stig,þar er einnig lágmarksmælir við jörð í 5 cm hæð og sýndi hann +1,5 stig.

Þetta er nú í athugun hjá tæknimönnum Veðurstofu Íslands og hvort þurfi að senda mann norður til að skipta um hitamælinn kemur í ljós fljótlega,hvenær það yrði er ekki vitað enn.

Það er líka annað að sem er að stöðin sendir ekki alltaf á klukkutímafresti eins og hún á að gera.

Þannig að engin ætti að taka mark á hitastigi frá stöðinni á Gjögurflugvelli í bili.

Athugasemdir

Atburðir

« 2025 »
« Janúar »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Jón Guðbjörn og Guðrún smelltu af samtímis.Og þetta varð útkoma Jóns G.
  • Byrjað að klæða þakið 11-11-08.
  • Kristín í eldhúsinu.
  • Smábátahöfnin Norðurfirði-06-07-2004.
  • Gunnar-Steini-Sigursteinn og Gunnsteinn.
  • Skip á Norðurfirði 19-04-2007.
Vefumsjón