Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 21. nóvember 2014 Prenta

Hlýindi og gott veður.

Drangaskörð.Mikil veðurblíða hefur verið undanfarna daga og hlýindi.
Drangaskörð.Mikil veðurblíða hefur verið undanfarna daga og hlýindi.

Það er sko óhætt að segja að sumarblíða hafi verið hér á Ströndum undanfarna daga,eða síðan fimmtánda þessa mánaðar. Hitinn hefur farið í þrjá daga í röð,sem hiti hefur farið í og yfir tíu stig og ellefu stiga hita í gær. En hámarkshitinn hefur farið í þessa þrjá daga á veðurstöðinni í Litlu-Ávík. Þann 18.fór hitinn í 9,5 stig,og þann 19. í 10,6 stig,og í gær nákvæmlega 11,0 stig. Ekki virðist hitinn ætla að ná tíu stigum í dag,þótt mjög gott veður sé. Frá 15. og til 17. Hefur raunverulega verið stilla,en aðeins fór að kula eftir það og talsverður vindur var í gær í þessum hlýindum.

Bændur hafa verið að taka fé inn smátt og smátt þrátt fyrir þessi hlýindi til rúnings, enn vantar fé af fjalli og fé hefur sést víða en erfitt hefur verið að ná því í þessu yndislega veðri,og eins og fé vilji ekki til byggða.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Árneskirkja hin nýja:01-04-2010
  • Helga Pálsdóttir veislustjóri les upp dagskrá kvöldsins og Hilmar.
  • Unnið í þaki 24-11-08.
  • Viðurinn var tekinn í Skriðuvík.
Vefumsjón