Fleiri fréttir

Selma Margrét Sverrisdóttir | laugardagurinn 15. febrúar 2014 Prenta

Hörmungardagar á Hólmavík

Hólmavík - Mynd J.H.
Hólmavík - Mynd J.H.

Eins og flestum er kannski kunnugt er bæjarhátíðin Hamingjudagar haldin á Hólmavík á sumrin en nú hafa bæjabúar ákveðið að halda í fyrsta sinn svokallaða Hörmungardaga. Hátíðin fer fram nú um helgina, 14 - 16. febrúar og er hugmyndin með þessari nýju menningarhátíð að gefa þessum svokallaða „neikvæða” tóni í listum, tjáningu og tilfinningu tækifæri til þess að líta dagsins ljós. Hátíðin er virkilega sérstök að því leiti að þessi svokallaði neikvæði" tónn fær að njóta sín en þó á jákvæðan hátt og er markmiðið að skemmta gestum hátíðarinnar með allskonar uppákomum sem í fyrstu gætu hljómað heldur undarlegar.

 

Dagskráin er fjölbreytt og inniheldur viðburði eins og flóttamannabúðir, kvörtunarþjónustu, morðgátu ásamt kvöldverði, sjálfsvorkunnarnámskeið, sorgarljóð, nöldurkaffi og Eurovision hörmung svo eitthvað sé nefnt. Það ættu því allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni og skemmt sér hörmulega.

 

Frá þessu er greint á fréttavef Strandarbyggðar en dagskrá Hörmungardaga má finna í heild sinni hér.

selma@litlihjalli.is 

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Mars »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Úr myndasafni

  • Sveindís Guðfinnsdóttir Flugvallarvörður.
  • Borgarísjakinn 27-09-2017.
  • Og Hilmar á fullu,,,
  • Húsið fellt.
Vefumsjón