Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | miðvikudagurinn 3. júlí 2013 Prenta

Hornstrandaferðir.

Sigurlína ST-47.
Sigurlína ST-47.
1 af 6

Þann 14. júní sl. hófu Hornstrandaferðir ehf. siglingar milli Norðurfjarðar og austanverðra Hornstranda á Sigurlínu ST-47. Þetta er fyrsta sumarið sem Hornstrandaferðir sigla þessa leið en í lok sumars árið 2011 lögðust af siglingar á milli þessara staða.

 

Mikil eftirspurn er meðal göngufólks,og annarra náttúruunnenda sem vilja komast í ósnortna náttúru Hornstranda,eftir ferðum á Hornstrandir svo ljóst er að mikil þörf er fyrir þjónustu Hornstrandaferða,enda er eftirsóknarvert að njóta sumarfrísins í náttúrunni í algjörri kyrrð,innan um dýraríkið og náttúruna. Ferðir eru í boði frá Norðurfirði að öllum helstu stöðum milli Drangavíkur og Látravíkur,flesta daga í júlí.

 

Samhliða Hornstrandaferðum er Urðartindur ehf. með góða gistingu í Norðurfirði í góðum herbergjum með sturtu,auk tjaldstæðis sem nýlega fékk góða einkunn í úttekt Neytendablaðs DV. Svæðið hefur fengið frábærar móttökur og er orðinn eftirsóttur staður m.a.  fyrir ættarmót og brúðkaup.

 

Það hefur sannað sig að með tilkomu þessara nýju ferðaþjónustaðila styrkjast enn stoðir undir bæði frekari ferðaþjónustu og annarrar þjónustu á svæðinu sem styrkir enn frekar grundvöll fyrir byggð í þessum fámennasta hreppi landsins. Má þar nefna hvers kyns verslun, veitinga- og gististaði.

Myndirnar eru teknar af Jóni Halldórssyni.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Júní »
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30            

Úr myndasafni

  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Guðbrandur vinnur í milliveggjum í svefnálmu.02-02-2009.
  • Vatn sótt.
Vefumsjón