Jón G. Guðjónsson | föstudagurinn 26. desember 2008 Prenta

Hvassviðri og Stormur um hátíðirnar.

Sjálfvirka veðurstöð VÍ er uppá flugstöðvarbyggingunni á Gjögurflugvelli.
Sjálfvirka veðurstöð VÍ er uppá flugstöðvarbyggingunni á Gjögurflugvelli.

Gleðilega hátíð.

Mjög hvasst er búið að vera frá Þorláksmessu og þar til í nótt.
Vindur hefur náð 12 vindstigum gömlum eða yfir 35 m/s á Þorláksmessu og aðfaranótt Aðfangadags og í gær Jóladag.

Stormur og Rok var í gær af SSV Jóladag með miklum storméljum.Hér kemur tafla sem sýnir vindstirk á sjálfvirku veðurstöðinni á Gjögurflugvelli í gær frá kl 09:00 og til kl 21:00 í gærkvöld.Þar sýnir jafnavind síðan mesta vind og síðan kviður.Eins og sjá má fór að hvessa verulega fyrir hádegi og alvest um og uppúr hádeginu.

Svipað var á veðurstöðinni í Litlu-Ávík,enn hvassara þar kl 21:00 í gærkvöld,22 m/s í jafnavind og mesti vindur 23 m/s og kviður í 36 m/s reyndar var það um og eftir hádegið líka.
Ekki er vitað um nein alvarleg tjón í þessu veðri,enn járnplata losnaði af fjárhúsþaki í Litlu-Ávík á Þorláksmessu,en það náðist að festa hana áður en hún fór alveg.Það vildi til að tekið var eftir þessu strax ef platan hefði farið þá hefði meira af járni getað flest upp.


Gjögurflugvöllur.

Tími

Vindur

Mesti vindur / hviða

Hiti

Raka-
stig

Fim 25.12
kl. 21:00

 20 m/s

21 m/s  /  28 m/s

2°C

64 %

Fim 25.12
kl. 20:00

 20 m/s

21 m/s  /  29 m/s

1,5°C

70 %

Fim 25.12
kl. 19:00

 22 m/s

23 m/s  /  32 m/s

1,5°C

66 %

Fim 25.12
kl. 18:00

 21 m/s

22 m/s  /  31 m/s

0°C

78 %

Fim 25.12
kl. 17:00

 20 m/s

20 m/s  /  29 m/s

1,8°C

66 %

Fim 25.12
kl. 16:00

 19 m/s

22 m/s  /  29 m/s

1,5°C

64 %

Fim 25.12
kl. 15:00

 21 m/s

21 m/s  /  29 m/s

0,9°C

70 %

Fim 25.12
kl. 14:00

 20 m/s

23 m/s  /  30 m/s

-0,6°C

86 %

Fim 25.12
kl. 13:00

 20 m/s

23 m/s  /  31 m/s

-0,7°C

87 %

Fim 25.12
kl. 12:00

 24 m/s

24 m/s  /  39 m/s

-0,4°C

76 %

Fim 25.12
kl. 11:00

 20 m/s

21 m/s  /  36 m/s

0,4°C

72 %

Fim 25.12
kl. 10:00

 16 m/s

16 m/s  /  29 m/s

1,3°C

69 %

Fim 25.12
kl. 09:00

 13 m/s

14 m/s  /  24 m/s

1,2°C

67 %


Tafla frá VÍ.
Flekkótt jörð var talin að morgni jóladags á veðurstöðinni í Litlu-Ávík.Þannig að fekkótt jól voru talin hér í Árneshreppi.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« September »
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Úr myndasafni

  • Kristján Albertsson á Melum og Njáll Gunnarsson.
  • Grænhóll við Gjögur-05-07-2004.
  • Þegar snjór og sjór koma saman.08-01-2001.
  • Skipið Suðri í hafís á austurleið.
  • Lagðar lagnir í grunn.24-09-08.
  • Bílskúrshurðin komin í,20-11-08.
Vefumsjón