Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | fimmtudagurinn 12. janúar 2012 Prenta

Íbúar Árneshrepps lokaðir inni.

Drangaskörð ein náttúruperla Árneshrepps.
Drangaskörð ein náttúruperla Árneshrepps.
RÚV síðdegisútvarp!
Enn í dag hélt síðdegisútvarp Ríkisútvarpsins umfjöllun sinni um samgöngur í Árneshreppi á Ströndum. Í dag var talað þar við Ásbjörn Óttarsson fyrsta þingmann Norðvesturkjördæmis. Íbúum Árneshrepps finnst þetta skipta miklu máli að stór fjölmiðill láti málið sig varða og þar með vaki umfjöllun á landsvísu meðal ráðamanna þjóðarinnar vegna þessa litla samfélags sem sveitarfélagið Árneshreppur er hér norður á Ströndum sem er perla ferðamanna á sumrum,sem á ekki síður að vera perla Norðursins á vetrum,en þá þarf samgöngur.!

Íbúarnir í Árneshreppi eru oft lokaðir af þar sem eini vegurinn frá hreppnum er ekki ruddur í langan tíma á hverjum vetri.

Ásbjörn Óttarsson fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis segir að Alþingi verði að ræða þetta enda sveitarfélagið hið eina sem lítur svonefndri G -reglu Vegagerðarinnar um snjómokstur. Að óbreyttu verður ekkert gert í málinu fyrr en árið 2020 samkvæmt Samgönguáætlun. Ásbjörn ætlar að vinna að stuðningi við breytingar á því á þingi, að Árneshreppur verði færður ofar á vegaáætlun.

Frá sjötta janúar til tuttugasta mars eða sjötíu og fimm daga er eini vegurinn til og frá Árneshreppi ekki ruddur. Hreppurinn fellur undir svokallaða G -reglu um snjómokstur og er eina sveitarfélagið sem gerir það.

Íbúar Árneshrepps eru fimmtíu og vegurinn er gamall og illa farinn. Dýrt þykir að laga hann og veita þar vetrarþjónustu. Oddviti Árneshrepps, sagði í Síðdegisútvarpinu í gær að það væri lífsnauðsynlegt fyrir íbúana að fá úr þessu bætt, læknisþjónusta og fleira væri sótt til Hólmavíkur. Í nýrri samgönguáætlun segir að vegurinn verði lagaður árið tvö þúsund og tuttugu. Ásbjörn Óttarsson sagði í Síðdegisútvarpinu í dag að það sé of seint. Samþykkja þurfi á næsta þingi að færa sveitarfélagið framar í vegaáætlun, auka fé til snjómoksturs og breyta reglum. Ekki sé nóg að hafa flugvöll á Gjögri. Það bregðist líka oft sem samgönguleið. Hér má heyra viðtalið í heild við Ásbjörn Óttarsson.

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Október »
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Úr myndasafni

  • Súlan sem er 18,5 m löng komin á flot.
  • Karlar í saumaklúbb á Bergistanga 16-01-2010.
  • Trékyllisvík 10-03-2008.
  • Frá Djúpavík-11-09-2002.
Vefumsjón