Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | mánudagurinn 16. janúar 2017 Prenta

Innlausnarvirði greiðslumarks í sauðfjárrækt.

Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Tilkynning frá Matvælastofnun.

Matvælastofnun annast innlausn greiðslumarks lögbýla samkvæmt reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt nr. 1151/2016 með heimild í búvörulögum nr. 99/1993, með síðari breytingum, og búnaðarlögum nr. 70/1998, með síðari breytingum. Innlausnarvirði greiðslumarks árið 2017 er 12.480 kr. á ærgildi (núvirt andvirði beingreiðslna tveggja næstu almanaksára eftir að innlausnar er óskað).

Handhafi greiðslumarks getur óskað eftir innlausn á greiðslumarki sínu með að fylla út eyðublað 7.13 Tilkynning: Innlausn greiðslumarks sauðfjár í þjónustugátt Matvælastofnunar. Með beiðni um innlausn á greiðslumarki skal fylgja staðfesting um eignarhald á lögbýli, samþykki ábúanda og sameigenda, og þinglýst samþykki veðhafa í lögbýlinu. Tilkynningu um innlausn skal skila eigi síðar en 20. janúar 2017.

Matvælastofnun greiðir innleyst greiðslumark eigi síðar en 15. febrúar næstkomandi. Segir í tilkynningu frá Mast.

Athugasemdir

Atburðir

« 2023 »
« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Úr myndasafni

  • Flatur ísjaki frekar lár sést frá Litlu-Ávík, er um það bil 5 til 6 Km austur af Sæluskeri Og um 20 Km frá landi. 13-06-2018.
  • Ægir Thorarensen kemur á Agnesi Guðríði ÍS-800.
  • Félagsheimilið í Trékyllisvík:26-06-2010.
  • Gunnar Njálson á Kálfatindi.
  • Krossnes séð úr urðunum 15-03-2005.
Vefumsjón