Fleiri fréttir

Jón G. Guðjónsson | sunnudagurinn 16. febrúar 2014 Prenta

Ísing felldi tilraunamastur hjá OV.

Mikil ísing á tilraunamastrinu á Náttmálahæðum:Mynd: Ingvar Bjarnason í Árnesi.
Mikil ísing á tilraunamastrinu á Náttmálahæðum:Mynd: Ingvar Bjarnason í Árnesi.

Þegar nokkrir bændur frá Árneshreppi fóru að athuga með kind 6. febrúar sl.,sem þeyr vissu af í Hvannadal lá leið þeirra um Náttmálahæðir upp af Reykjafirði á ströndum. En kindin sem er veturgömul náðist ekki. Á Náttmálahæðum er tilraunamastur staðsett sem mælir ísingu. Þetta tilraunamastur, sem byggt var af Orkubúinu, en er nú í eigu Landsnets, hefur mælt ísingu frá því það var reist árið 2000. Bændur sáu gífurlega ísingu á staurum og línum. Ingvar Bjarnason í Árnesi tók myndir af þessu og sendi Orkubúi Vestfjarða  af skemmdunum. Einn staur af þremur er nú brotinn og vírinn fallinn niður eftir þessu miklu áraun sem þarna hefur verið. Nánar á vef Orkubúsins.
litlihjalli@litlihjalli.is

Athugasemdir

Atburðir

« 2024 »
« Nóvember »
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Úr myndasafni

  • Tvær góðar,Krístín og Edda.
  • Unnið við kjöljárn,Ástbjörn og Sigursteinn.18-12-2008.
  • Afmælisbarnið Margrét Jónsdóttir og Gunnsteinn Gíslason eiginmaður hennar.
  • Flugstöðin Gjögurflugvelli.
Vefumsjón